Rating:
Date added: 19.4.2015
269 531
FB2PDFEPUB
Lóaboratoríum er rannsóknarstofa Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur teiknara og tónlistarkonu. Meðal viðfangsefna stofunnar eru mannleg eymd, óþægileg fjölskyldumynstur, líkamshár, ofneysla af ýmsu tagi og margt margt fleira. Tími okkar er senn á enda og það eina sem mun standa eftir er þessi bók og nokkur kattavídeó á netinu.* * * *„Teikningar Lóu Hlínar bera sterk höfundareinkenni og þær eru vísast ekki fyrir teprur. Naktir skrokkarnir, gamlir, feitir og loðnir (hjálp!). Illa tennt fólk, ófríð börn, vindgangur og viðbjóðslegir líkamsvessar fá gott og verðskuldað pláss í bókinni. Í myndum Lóu er sagður „óþægilegur sannleikur“ eins og ekkert sé sjálfsagðara, oft ýktur og gróteskur … Rannsóknir Lóu á mannlegri hegðun eru alltaf áhugaverða og oftast bráðfyndnar.“Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir / Fréttatíminn Lóaboratoríum by Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir